Innlent

Vill lögbinda jafnlaunastaðalinn

Sex ár eru síðan yfirvöld kynntu til sögunnar Jafnlaunastaðal en með honum eiga fyrirtæki að geta fundið út hvort kynbundinn launamunur sé innan fyrirtækisins. Staðallinn var svo gefinn út af Staðlaráði Íslands í desember 2012.

VR stéttarfélag tók staðalinn upp á sína arma og hafa 19 fyrirtæki nú innleitt staðalinn hjá sér og fengið Jafnlaunavottun VR eftir úttekt af hálfu vottunarstofu. Fjórtán fyrirtæki til viðbótar eru í því ferli hjá VR.

Hjá hinu opinbera er þetta verkefni ennþá á tilraunastigi. Fjórtán stofnanir, sveitarfélög og fyrirtæki taka þátt í tilraunaverkefni á vegum Velferðarráðuneytis og reiknað er með að þau fyrstu verði tilbúin í vottun fyrir 1. júní á þessu ári. Þóra Kristín Þórsdóttir, doktorsnemi í félagsfræði, vill að alþingi lögbindi Jafnlaunastaðalinn, ella sé hætta á að einungis þau fyrirtæki sem ekki mismuni körlum og konum í launum sæki um Jafnlaunavottun.

Við bárum tillögu Þóru Kristínar undir Ernu Arnardóttur, mannauðsstjóra Deloitte, Guðmund Oddgeirsson, framkvæmdastjóra Hýsingar vöruhótels, og Ólafíu B. Rafnsdóttur, formann VR. Sjá svörin í meðfylgjandi myndbandi.

Eygló Harðardóttir, velferðarráðherra, situr fyrir svörum í Stóru málunum í kvöld kl. 19:20, þar sem við spyrjum: Vill hún beita sér fyrir því að fyrirtæki verði skylduð með lögum til að innleiða Jafnlaunastaðalinn?




Fleiri fréttir

Sjá meira


×