Erlent

ESB hvetur til stjórnarskipta og kosninga í Úkraínu

Guðsteinn Bjarnason skrifar
Utanríkisráðherra Finnlands, Tékklands og Bretlands, þeir Erkki Tuomioja, Lubomir Zaoralek og William Hague, á fundi í Brussel í gær.
Utanríkisráðherra Finnlands, Tékklands og Bretlands, þeir Erkki Tuomioja, Lubomir Zaoralek og William Hague, á fundi í Brussel í gær. Vísir/AP
Utanríkisráðherrar Evrópusambandsríkjanna gagnrýndu, á fundi sínum í Brussel í gær, harðlega aðgerðir úkraínskra stjórnvalda gegn mótmælum.

Í yfirlýsingu hvetja ráðherrarnir til þess að stjórnarskipti verði í Úkraínu og efnt verði til kosninga sem allra fyrst.

Þeir segja mannréttindaástandið í Úkraínu vekja ugg. Beitt sé ofbeldi, mannshvörfum, pyntingum og hótunum í harkalegum aðgerðum stjórnvalda gegn mótmælum, sem staðið hafa yfir nánast samfleytt síðan í nóvember. 

Utanríkisráðherrarnir ítreka að Evrópusambandið hafi fullan vilja til þess að aðstoða Úkraínu fjárhagslega, svo fremi sem ný stjórn verði mynduð og taki sér fyrir hendur að gera bæði efnahagslegar og pólitískar umbætur í landinu.

Mótmælin gegn Viktor Janúkóvitsj Úkraínuforseta hófust í nóvember eftir að hann hætti við að undirrita samstarfssamning við Evrópusambandið, en styrkti í staðinn tengslin við Rússland.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×