Íslenski boltinn

Tvö FH-mörk á einni mínútu dugðu skammt

Óskar Ófeigur Jónsson skrifar
Ingimundur Níels Óskarsson skoraði seinna mark FH í leiknum.
Ingimundur Níels Óskarsson skoraði seinna mark FH í leiknum. Vísir/Valli
FH-ingar töpuðu öllum þremur leikjum sínum í Atlantshafs-bikarnum á Algarve í Portúgal en liðið tapaði 2-4 fyrir þýska b-deildarliðinu SV Mattersburg í lokaleiknum sínum.

FH-liðið hafði áður tapað fyrir bæði sænska liðinu Örebro SK (1-4) og rússneska liðinu Spartak Moskvu (1-3). FH-ingar fengu því á sig 11 mörk í þessum þremur leikjum.

Austurríkismaðurinn Ingo Klemen fór illa með FH-inga í dag en hann skoraði þrennu í leiknum þar af tvö mörk á fyrsta hálftímanum.

Atli Viðar Björnsson og Ingimundur Níels Óskarsson skoruðu mörk með mínútu millibili undir lok fyrri hálfleiks og staðan var 2-2 í hálfleik. Atli Guðnason lagði upp bæði mörkin.

Ingo Klemen kom Mattersburg aftur yfir í upphafi seinni hálfleiksins og Markus Pink innsiglaði síðan sigurinn tólf mínútum fyrir leikslok.

Kristján Finnbogason var í marki FH í leiknum og varði meðal annars einu sinni frábærlega frá hinum sjóðheita Ingo Klemen.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×