Íslenski boltinn

KSÍ verðlaunar Gumma Ben fyrir lifandi og hnyttnar lýsingar

Guðmundur Benediktsson.
Guðmundur Benediktsson.
Guðmundur Benediktsson, íþróttalýsari hjá 365, hlaut í dag fjölmiðlaviðurkenningu á ársþingi KSÍ. Guðmundur fær verðlaunin fyrir að hafa glætt útvarpslýsingar frá fótboltaleikjum nýju lífi með eftirminnilegum hætti, svo eftir hefur verið tekið. Lýsingar hans eru lifandi, hrífandi, hnyttnar, áhugaverðar, spennandi og dramatískar.

KR og Grindavík fengu Dragostytturnar. Þá fengu HK, Fjarðabyggð og Árborg viðurkenningar fyrir prúðmannlegan leik í 2., 3. og 4. deild karla.

Drago stytturnar hljóta þau lið í efstu tveimur deildum karla, sem sýna prúðmannlegastan leik miðað við gul og rauð spjöld dómaranna.  Þá eru veittar sérstakar viðurkenningar í 2., 3. og 4. deild karla og er stuðst við sömu forsendur og í efstu tveimur deildunum.

Verðlaun voru veitt sex félögum fyrir góða frammistöðu í dómaramálum.  Sem fyrr þurfti að uppfylla 10 skilyrði til þess að teljast fyrirmyndarfélag í þeim efnum. FH, Fylkir, ÍA, KA, Sindri og Völsungur stóðust skilyrðin og teljast því vera fyrirmyndarfélög í dómaramálum 2013.

Það var Stjarnan sem hlaut Kvennabikarinn fyrir árið 2013 en það eru verðlaun fyrir háttvísi í Pepsi-deild kvenna.  Verðlaunin voru veitt á 68. ársþingi KSÍ sem haldið er í Menningarhúsinu Hofi á Akureyri.

Þá fengu Framarar viðurkenningu fyrir prúðmannlega framkomu í 1. deild kvenna á síðasta tímabili.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×