Innlent

„Ótrúlegt að ástandið sé orðið svona slæmt“

Úkraínsk kona búsett hér á landi segir að engan hafi órað fyrir að ástandið í Úkraínu yrði jafn slæmt og það er orðið. Hún óttast stríð. 

Í janúar ræddi fréttastofa við Önnu Barabash, sem hefur verið búsett hér á landi frá árinu 2001. Þar sagði hún að ástandið í Úkraínu kæmi sér á óvart en sagðist hafa trú á að stjórnvöld finndu lausn á deilunni sem fyrst, eða áður en stríð myndi brjótast út. Síðan þá hefur ástandið versnað mikið og átökin aukist með degi hverjum. Anna segist vera vonsvikin og hissa á því að stjórnvöld hafi ekki gripið í taumana.

„Þegar ég horfi á fréttirnar og sé lík á götum úti get ég varla trúað því. Þetta er bara sjokk. Það er ótrúlegt að þetta sé að eiga sér stað í landinu mínu, sem er Evrópuríki,“ segir Anna.

Hún vill að forsetinn, Viktor Yanukovyc, segi af sér.

„Ég hefði aldrei trúað því að þetta yrði svona slæmt. Það verður að bregðast við. Úkraínumenn eru að borga of hátt verð fyrir að ríkisstjórnin sé ekki búin að bæta efnahagsástandið. Það verður leyfa fólkinu að kjósa,“ segir Anna. 




Fleiri fréttir

Sjá meira


×