Handbolti

Aron: Þeir fengu blóð á tennurnar

Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar
Aron Kristjánsson á hliðarlínunni í dag.
Aron Kristjánsson á hliðarlínunni í dag. Vísir/Daníel
„Þetta var mjög erfiður leikur,“ sagði landsliðsþjálfarinn Aron Kristjánsson eftir tveggja marka sigur Íslands á Makedóníu, 29-27, á EM í handbolta í dag.

„Ég var ansi hræddur um það fyrir leik að ef þeir fengu smá blóð á tennurnar og leyfi til að hanga lengi á boltanum þá yrði erfitt að eiga við þá,“ sagði Aron í samtali við Rúv eftir leikinn en Ísland byrjaði illa í dag.

„Við vorum að skapa fín færi í sókninni en klikkuðum á nokkrum dauðafærum. Það var einnig einbeitingarleysi í varnarleiknum og þá komust þeir fjórum mörkum yfir strax í byrjun. Þá fengu þeir blóð á tennurnar og þetta varð meiri barátta fyrir okkur.“

Strákarnir komu sér þó hægt og rólega inn í leikinn og náðu undirtökunum. „Við börðumst allan tímann og vorum með þriggja marka forystu eftir fyrri hálfleik. En svo kemur aftur slæm byrjun í upphafi síðari hálfleiks og eftir það var þetta erfitt.“

Aron sagði erfitt að eiga við hægan leikstíl Makedóníu og þunga línumenn. „Það er erfitt að eiga við þá þegar þeir fá að athafna sig svona. Ég var ósáttur við störf þeirra svartklæddu í leiknum,“ sagði Aron.

„En það var flott hjá strákunum að klára þennan leik eftir að hafa byrjað svona illa.“


Tengdar fréttir




Fleiri fréttir

Sjá meira


×