Innlent

Stokkseyrarmálið fyrir héraðsdómi: Vafði belti um háls barnsmóður sinnar

Jóhannes Stefánsson skrifar
Stefán Logi Sívarsson kom fyrir Héraðsdóm Reykjavíkur í morgun.
Stefán Logi Sívarsson kom fyrir Héraðsdóm Reykjavíkur í morgun. Vísir/GVA
Barnsmóður Stefáns Loga Sívarssonar var hætt við köfnun þegar Stefán Logi vafði belti af baðslopp um háls hennar og dró hana um íbúð sína. Þetta kom fram í málflutningi saksóknara í Héraðsdómi Reykjavíkur í dag.

Barnsmóðir Stefáns Loga, sem er ákærður í Stokkseyrarmálinu, segir hann þar fyrir utan hafa hótað að drepa barn þeirra. Stefán Logi er ekki ákærður fyrir þessa meintu hótun, en hann er hinsvegar ákærður fyrir sérlega hættulega líkamsárás á hendur barnsmóður sinni.

Stefáni er gefið að sök að hafa þann 15. október 2012 vafið belti af baðslopp um háls barnsmóður sinnar og dregið hana um íbúð svo að henni hafi legið við köfnun. Samkvæmt framlögðum gögnum ákæruvaldsins hlaut hún við þetta punktablæðingu í augum vegna æðaþrýsting í höfði, en saksóknari segir það benda til þess að hún hafi verið hætt komin við kyrkinguna.


Tengdar fréttir

Enn einn í varðhald vegna grófra árása

Sjö manns hafa sætt gæsluvarðhaldi vegna rannsóknar á nokkrum hrottafengnum líkamsárásarmálum. Tveimur þeirra hefur verið sleppt. Ekki útilokað að fleiri verði handteknir. Eldfimum vökva var skvett á eitt fórnarlambið og eldur borinn að.

Einn hinna grunuðu stakk af til Danmerkur

Lögreglan handtók á dögunum enn einn mann, grunaðan um aðild að líkamsárásarmálinu sem kennt hefur verið við Stefán Loga Sívarsson og Stokkseyri. Hann kom til Íslands í lögreglufylgd eftir að hafa stungið af til Danmerkur.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×