Innlent

Stokkseyrarmálið fyrir héraðsdómi: Vill sex ára fangelsisdóm yfir Stefáni Loga

Jóhannes Stefánsson skrifar
Saksóknari krefst 6 og 5 1/2 árs fangelsi yfir Stefáni Loga og Stefáni Blackburn.
Saksóknari krefst 6 og 5 1/2 árs fangelsi yfir Stefáni Loga og Stefáni Blackburn. Vísi/GVA
Saksóknari krefst á bilinu þriggja til sex ára fangelisrefsingar á hendur ákærðu í Stokkseyrarmálinu. Þetta kom fram í máli Helga Magnúss Gunnarssonar, saksóknara í málinu, nú í morgun.

Þyngstrar refsingar er krafist á hendur Stefáns Loga Sívarssonar, sem er sagður forgöngumaður í málinu. Þá krefst saksóknari fimm og hálfs árs fangelsi yfir Stefáni Blackburn og 3-4 ára fangelsi yfir öðrum sakborningum.

Allir ákærðu neita sök í málinu.

Uppfært klukkan 14:24:

„Hæfileg refsing ákærða í þessu máli er tíu til tólf mánaða fangelsi," sagði verjandi Stefáns Blackburn. Í málflutningsræðu sinni benti hann á ýmis atriði í málatilbúnaði ákæruvaldsins sem hann telur að eigi að leiða til sýknu eða refsilækkunar.

Þá sakaði hann ákæruvaldið um að nýta sér fjölmiðla til að sverta mannorð ákærðu í málinu, með því að ýja að því að ákærðu hefðu framið kynferðisbrot gegn öðrum brotaþola þó að ekkert hefði fengist sannað í þeim efnum.


Tengdar fréttir




Fleiri fréttir

Sjá meira


×