Sport

„Konur eiga að vera heima og eignast börn“

Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar
Vísir/Getty
Alexander Arefyev, rússneskur skíðastökksþjálfari, telur að konur eigi ekki að fá að keppa í íþróttinni.

Vetrarólympíuleikarnir hefjast í Sochi í Rússlandi í næsta mánuði og er nú í fyrsta sinn keppt í skíðastökki kvenna á leikunum.

„Ég viðurkenni að ég er ekki talsmaður skíðastökks kvenna,“ var haft eftir Arefyev í rússnesku dagblaði.

„Þetta er erfið íþrótt og meiðslahættan mikil. Ef karlmaður meiðist væru meiðsli hans ekki lífshættuleg. En það gæti farið mun verr fyrir konunum,“ sagði hann enn fremur.

„Ef ég ætti dóttur myndi ég aldrei leyfa henni að æfa skíðastökk. Það er of erfið íþrótt. Konur hafa annan tilgang - að eignast börn, sinna heimilsverkum og skapa fjölskyldunni heimili.“




Fleiri fréttir

Sjá meira


×