Handbolti

Heiðra Guðmund og stríða Dönum í kvöld

Henry Birgir Gunnarsson í Herning skrifar
Borðinn góði sem var gerður hjá Merkiprent. Það eru Suðurnesjamenn sem munu halda á fánanum í kvöld en þeir hafa einnig verið með stóran Áfram Ísland fána í farteskinu.
Borðinn góði sem var gerður hjá Merkiprent. Það eru Suðurnesjamenn sem munu halda á fánanum í kvöld en þeir hafa einnig verið með stóran Áfram Ísland fána í farteskinu. vísir/daníel
Eins og handboltaáhugamönnum ætti að vera kunnugt um þá tekur Guðmundur Þórður Guðmundsson við þjálfun danska landsliðsins í sumar. Ulrik Wilbek er að stýra síðustu leikjum sínum með danska landsliðinu á EM í Herning.

Það fór ekkert allt of vel ofan í danska handboltaspekinga að Danir skildu þurfa að leita til Íslands eftir nýjum þjálfara.

Nokkrir stuðningsmenn Íslands í Herning í kvöld hafa því ákveðið að heiðra Guðmund í Boxinu í kvöld og um leið stríða Dönum svolítið. Þeir eru nefnilega mættir í Boxið með stóran og mikinn borða í farteskinu.

Á borðanum, sem verður notaður á leiknum á eftir, er mynd af Guðmundi og danski fáninn í baksýn. Á honum stendur: "The Chosen One, Made In Iceland" eða "Sá útvaldi, framleiddur á Íslandi."

Verður áhugavert að sjá hvaða viðtökur þessi borði fær hjá 14 þúsund dönskum stuðningsmönnum í kvöld. Því miður verður Guðmundur sjálfur ekki á svæðinu en hann kemur ekki til Herning fyrr en á föstudag.



Vísir/daníel



Fleiri fréttir

Sjá meira


×