Handbolti

Tvö félög örugg með gull, silfur og brons á EM

Óskar Ófeigur Jónsson skrifar
Það er öruggt að liðsfélagar Róberts Gunnarssonar á EM vinna gull, silfur og brons á mótinu.
Það er öruggt að liðsfélagar Róberts Gunnarssonar á EM vinna gull, silfur og brons á mótinu. Vísir/NordicPhotos/Getty
Heimasíða EM í handbolta í Danmörku hefur tekið saman hvaða félagslið eiga flesta leikmenn í undanúrslitum Evrópumótsins í kvöld og þar kom í ljós að þýska liðið HSV Hamburg og franska liðið Paris Saint-Germain eiga leikmann í öllum fjórum liðunum sem eru komin alla leið í mótinu.

Það er því öruggt að leikmenn SV Hamburg og Paris Saint-Germain koma heim með gull, silfur og brons eftir Evrópumótið. Það er einnig ljóst að í báðum undanúrslitaleikjunum eru liðsfélagar að kljást.

Franska liðið Paris Saint-Germain á alls níu leikmenn í þessum fjórum liðum auk þess að eiga tvo leikmenn í íslenska landsliðinu sem á möguleika á því að ná fimmta sætinu í dag. Spænska liðið FC Barcelona á átta leikmenn í þessum fjórum liðum og pólska liðið Vive Targi Kielce á sex leikmenn sem keppa í undanúrslitum EM í dag.

Frakkar og Spánverjar mætast í fyrri undanúrslitaleiknum klukkan 17.30 og klukkan 20.00 spila síðan Danir og Króatar um hitt lausa sætið í úrslitaleiknum á sunnudaginn.

Þýska liðið HSV Hamburg er með einn Króata, einn Spánverja, einn Frakka og einn Dana innan sinna raða og er því öruggt með öll verðlaun eins og PSG.

Hér fyrir neðan er listi yfir umrædd lið og leikmenn þeirra:

Paris St. Germain - 9 leikmenn í undanúrslitum

Mikkel Hansen (Danmörku) á móti Marko Kopljar, Igor Vori, Jakov Gojun (Króatíu).

Antonio Garcia, Jose Manuel Sierra (Spáni) á móti Daniel Narcisse, Samuel Honrubia, Luc Abalo (Frakklandi). Róbert Gunnarsson og Ásgeir Örn Hallgrímsson spila með liðinu.

FC Barcelona - 8 leikmenn

Eduardo Gurbindo, Victor Tomas, Raul Entrerrios, Daniel Sarmiento, Viran Morros (Spáni) á móti Nikola Karabatic, Cedric Sorhaindo (Fraklandi)

Vive Targi Kielce - 6 leikmenn

Julen Aguinagalde (Spáni), Venio Losert, Denis Buntic, Manuel Strlek, Zeljko Musa, Ivan Cupic (Króatíu). Þórir Ólafsson spilar með liðinu.

HSV Hamburg - 4 leikmenn

Hans Lindberg (Danmörku) á móti Domagoj Duvnjak (Króatíu)

Kentin Mahe (Frakklandi) á mótiJoan Canellas (Spáni)

Montpellier MAHB - 4 leikmenn

Thierry Omeyer, Matthieu Grebille, William Accambray, Michael Guigou (Frakklandi)

SG Flensburg-Handewitt - 4 leikmenn

Anders Eggert, Thomas Mogensen, Michael Knudsen, Lasse Svan Hansen (Danmrörku).




Fleiri fréttir

Sjá meira


×