Erlent

Þingkona trufluð í miðri frétt vegna handtöku Justin Bieber

Hanna Rún Sverrisdóttir skrifar
Fréttirnar sem MSNBC þóttu mikilvægar voru af handtöku söngvarans Justin Bieber.
Fréttirnar sem MSNBC þóttu mikilvægar voru af handtöku söngvarans Justin Bieber.
MSNBC fréttastofan truflaði þingkonu í miðju fréttaviðtali vegna þess sem þau sögðu vera mikilvægar fréttir.

Fréttirnar sem MSNBC þóttu mikilvægar voru af handtöku söngvarans Justin Bieber.

„Þingkona, ég verð að fá að trufla þig í smástund við erum með mikilvægar fréttir frá Miami,“ sagði fréttaþulurinn án þess að nokkurrar kaldhæðni gætti í röddinni.

Atvikið hefur vakið gríðarlega athygli og ljóst er að ekki eru allir sammála MSNBC að fréttin um Justin Bieber væri nógu mikilvæg og merkileg til þess að trufla þingkonu sem ræddi um alvarlegri mál í sjónvarpsfréttum.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×