Sport

Halldór stigi frá því að komast í úrslit

Kolbeinn Tumi Daðason skrifar
Bræðurnir Eiríkur og Halldór Helgasynir.
Bræðurnir Eiríkur og Halldór Helgasynir. Mynd/Daníel Magnússon
Max Parrot stóð uppi sem sigurvegari í Big Air snjóbrettakeppninni á X-games í Aspen í Colorado í nótt.

Halldór Helgason var á meðal þátttakenda og var í síðari undanriðlinum. Samkvæmt umfjöllun á Transworld Snowboarding voru tilþrifin sem sjást í keppninni í ár miklu flottari en fyrir tveimur árum.

Halldór fór ótroðnar slóðir í sínum ferðum og vantaði eitt stig upp á að komast í úrslit. Í ummælakerfi við umfjöllun bandaríska miðilsins má sjá að snjóbrettafólk var heillað af tilþrifum Halldórs. Akureyringurinn vann einmitt sigur í þessari sömu keppni fyrir tveimur árum sem kom honum heldur betur á kortið.

Hér að neðan má sjá glæsilegt stökk Halldórs frá því í keppninni í nótt. Þar má ennfremur sjá stökk hjá sigurvegaranum Max Parrot.

Eiríkur Helgason, bróðir Halldórs, er í úrslitum í Real Snow hlut X-games. Atkvæðagreiðsla stendur yfir á heimasíðu leikanna en henni lýkur á morgun. Keppinautur Eiríks hefur 55% atkvæða þegar þetta er skrifað. Hægt er að kjósa hér.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×