Handbolti

Guðjón Valur í úrvalsliði EM

Kolbeinn Tumi Daðason skrifar
Guðjón Valur Sigurðsson í hraðaupphlaupi á EM í Danmörku.
Guðjón Valur Sigurðsson í hraðaupphlaupi á EM í Danmörku. Vísir/Daníel
Landsliðsfyrirliðinn Guðjón Valur Sigurðsson er í úrvalsliði Evrópumótsins í handknattleik en tilkynnt var um valið á heimasíðu mótsins fyrir stundu.

Eðli málsins samkvæmt mannar Guðjón Valur stöðu vinstri hornamanns í liðinu en hann er einn fjögurra Norðurlandabúa í liðinu. Danirnir Mikkel Hansen og Niklas Landin eru í liðinu líkt og Tobias Karlsson hjá Svíum sem valinn var besti varnarmaðurinn.

Luc Abalo og Nikola Karabatic eru í liðinu en sá síðarnefndi var einnig valinn besti leikmaður mótsins.

Markvörður: Niklas Landin (Danmörk)

Vinstra horn: Gudjon Valur Sigurdsson (Ísland)

Vinstri skytta: Mikkel Hansen (Danmörk)

Leikstjórnandi: Domagoj Duvnjak (Króatía)

Línumaður: Julen Aguinagalde (Spánn)

Hægri skytta: Krzysztof Lijweski (Pólland)

Hægra horn: Luc Abalo (Frakklandi)

Besti varnarmaðurinn: Tobias Karlsson (Svíþjóð)

Verðmætasti leikmaður: Nikola Karabatic (Frakklandi)

Viðureign Spánverja og Króata um bronsverðlaunin stendur nú yfir. Hægt er að horfa á leikinn í beinni útsendingu hér að neðan. Spilarinn byrjar í upphafi leiksins en spóla þarf áfram til að fara í beina útsendingu.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×