Handbolti

Spánverjar nældu í bronsið

Kolbeinn Tumi Daðason skrifar
Vísir/AFP
Átta mörk frá Joan Canellas og sjö frá Julen Aguinagalde skiptu sköpum þegar Spánverjar lögðu Króata 29-28 í leiknum um þriðja sætið á Evrópumótinu í handknattleik í Danmörku í dag.

Spánverjar leiddu í hálfleik 16-13 en leikurinn var spennandi allt til loka. Igor Vori minnkaði muninn fyrir Króata í eitt mark þegar tuttugu sekúndur lifðu leiks en Spánverjum tókst að halda boltanum út leiktímann.

Domagoj Duvnjak skoraði átta mörk fyrir Króata en hann var fyrr í dag valinn besti leikstjórnandinn á mótinu.

Úrslitaleikurinn hefst klukkan 16:30 en þá mættast Danir og Frakkar.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×