Lífið

Stjörnuleitin í Ísland Got Talent heldur áfram

Gríðarleg eftirvænting ríkir fyrir næsta þætti af Ísland Got Talent, sem er á dagskrá Stöðvar 2 á sunnudagskvöld kl 19.45, en fyrsti þátturinn var sýndur síðasta sunnudag og sló rækilega í gegn.

Meðal annars vakti athygli söngur hinnar 16 ára gömlu Helgu Sæunnar.

Umsjónarmaður hæfileikakeppninnar er Auðunn Blöndal en dómnefndin er skipuð þeim Jóni Jónssyni, Þórunni Antoniu, Bubba og Þorgerði Katrínu Gunnarsdóttur, fyrrverandi menntamálaráðherra.

Með fréttinni fylgir stikla úr næsta þætti, sem sýndur verður á sunnudag.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×