Handbolti

Stuð hjá Íslendingunum í Álaborg

Henry Birgir Gunnarsson í Álaborg skrifar
Það er heldur betur farið að styttast í stórleikinn gegn Noregi. Íslenskir áhorfendur í Álaborg eru byrjaður að hita upp og voru í banastuði er Vísir leit við í Íslendingapartíið.

Það var haldið á háskólasvæðinu sem er ekki fjarri Gigantium-höllinni þar sem leikurinn fer fram. Vísir tók létt spjall við félagana Gísla, Hafstein, Ólaf og Einar og þeir lofa því að láta vel í sér heyra á leiknum á eftir.

Veitir ekki af þar sem Íslendingar verða í miklum minnihluta í höllinni. Leikurinn hefst klukkan 15.00 og verður í beinni textalýsingu á Vísi. Guðjón Guðmundsson mun svo lýsa leiknum beint á Bylgjunni.

Viðtalið við þá félaga má sjá hér að ofan.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×