Handbolti

Þórir: Vorum aldrei að fara að tapa þessum leik

Henry Birgir Gunnarsson í Álaborg skrifar
Selfyssingurinn var með báða fætur á jörðinni eftir leikinn.
Selfyssingurinn var með báða fætur á jörðinni eftir leikinn. mynd/daníel
Hornamaðurinn knái, Þórir Ólafsson, sýndi hvað í honum býr gegn Noregi í dag með frábærum mörkum úr mjög þröngum færum. Hann gat því leyft sér að brosa aðeins eftir leik.

"Við verðum að vera fljótir að fagna þessum leik og fara að hugsa um næsta. Næsti leikur er ekki síður mikilvægur," sagði Þórir.

Haft var á orði í Noregi að þetta íslenska landslið væri það lélegasta á öldinni. Það kunnu strákarnir okkar ekki að meta.

"Það er gríðarlega gaman að geta svarað þessum ummælum á þennan hátt. Þetta var góð hvatning fyrir okkur að lesa þetta. Við vorum aldrei að fara að tapa þessum leik. Það hefur verið gríðarleg einbeiting hjá okkur frá fyrsta degi og virkilega gaman að taka þátt í þessu verkefni. Það eru allir virkilega vel stemmdir og klárir á sínum hlutverkum.

"Við skiluðum ágætis vinnu í dag en ég held að við þurfum að gera enn betur gegn Ungverjunum. Þetta var mikilvægur sigur og líka gott að vinna með þessum mun. Það gæti skipt máli. Þetta var glæsilegt."




Fleiri fréttir

Sjá meira


×