Handbolti

Mistök að byrja með Kjelling á bekknum

Henry Birgir Gunnarsson í Álaborg skrifar
Kristian Kjelling á bekknum daginn fyrir leikinn gegn Íslandi.
Kristian Kjelling á bekknum daginn fyrir leikinn gegn Íslandi. vísir/daníel
Norskir handboltasérfræðingar eru allt annað en sáttir við leik liðsins gegn Íslandi í gær. Þjálfarinn, Robert Hedin, fær einnig skammir fyrir sinn hlut í tapinu.

Hedin tók þá ákvörðun að byrja með sinn besta mann, Kristian Kjelling, á bekknum. Með hann á bekknum valtaði Ísland yfir norska liðið. Byggði upp sex marka forskot sem lagi grunninn að sigrinum.

„Þetta voru stór mistök og varð þess valdandi að Noregur náði ekki að byrja leikinn almennilega,“ sagði Bent Svele hjá TV2.

Hedin viðurkenndi að það hefði ekki gengið upp hjá sér að byrja leikinn með Kjelling utan vallar.

„Fyrst að úrslitin voru svona þá voru það mistök hjá mér að byrja með hann á bekknum,“ sagði Hedin.

„Ég treysti Lie Hansen alveg fyrir hlutverkinu. Ef hann hefði klárað sín skot þá hefði þetta litið öðruvísi út. Kjelling er ekki í standi til þess að spila 60 mínútur í hverjum leik. Það er ekki möguleiki.“




Fleiri fréttir

Sjá meira


×