Handbolti

Serbar dæma leik Íslands í dag

Henry Birgir Gunnarsson í Álaborg skrifar
Stojkovic gefur hér Lajos Mocsai, þjálfara Ungverja, gult spjald á HM árið 2011.
Stojkovic gefur hér Lajos Mocsai, þjálfara Ungverja, gult spjald á HM árið 2011. nordicphotos/afp
Það eru Serbar sem halda utan um flauturnar í leik Íslands og Ungverjalands í dag. Þeir heita Nenad Nikolic og Dusan Stojkovic.

Þeir dæmdu leik Tékka og Austurríkismanna á sunnudag þar sem lærisveinar Patreks Jóhannessonar völtuðu yfir Tékkana með tíu mörkum.

Króatarnir sem dæmdu fyrsta leik Íslands áttu ekkert sérstakan dag þó svo þeir hefðu haldið línunni ágætlega.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×