Handbolti

Aron og Arnór tæpir fyrir Ungverjaleikinn

Henry Birgir Gunnarsson í Álaborg skrifar
vísir/Daníel
Tveir leikmenn Íslands mæta ekki heilir heilsu til leiksins gegn Ungverjalandi. Þeir taka þó báðir þátt í upphitun íslenska liðsins.

Aron Pálmarsson tognaði í leiknum gegn Noregi og var alltaf vitað að hann yrði tæpur í dag. Hann er betri í gær en í dag og verður látið á það reyna hvað hann getur gert.

Arnór Atlason stífnaði svo illa upp í kálfanum í nótt og er alls ekki nógu góður. Að sögn læknis landsliðsins, Brynjólfs Jónssonar, þá kom ekkert sérstakt fyrir. Brynjólfur er nokkuð bjartsýnn á að þeir geti beitt sér ágætlega í leiknum.

Ólafur Andrés Guðmundsson var tekinn inn í hópinn í morgun út af meiðslum þeirra tveggja.


Tengdar fréttir




Fleiri fréttir

Sjá meira


×