Handbolti

Róleg æfing hjá strákunum okkar

Henry Birgir Gunnarsson í Álaborg skrifar
Rúnar Kárason sýnir lipra takta í fótboltanum leik. Leiknum lauk með markalausu jafntefli.
Rúnar Kárason sýnir lipra takta í fótboltanum leik. Leiknum lauk með markalausu jafntefli. vísir/daníel
Strákarnir okkar tóku daginn snemma í dag og æfðu í Gigantium-höllinni fyrir hádegi. Arnór Þór Gunnarsson er ekki enn kominn til Álaborgar og var því ekki með á æfingunni.

Hann missti reyndar ekki af miklu þar sem æfingin snérist meira um að liðka leikmenn aðeins eftir átök gærdagsins. Var lítið tekið á því fyrir utan kannski fótboltann þar sem aldrei er gefið eftir.

Þórir Ólafsson og Aron Pálmarsson fengu meðferð hjá sjúkraþjálfurum liðsins og Arnór Atlason eyddi sínum tíma á þrekhjóli.

Vignir Svavarsson er síðan slæmur í bakinu og gat þar af leiðandi ekki mikið beitt sér.

Þar sem æfingin er snemma fá strákarnir aðeins að anda að sér fersku lofti í dag og komast út af hótelinu. Hótelið er nokkuð frá bænum en strákarnir fá þrjá tíma á eftir til þess að kíkja niður í bæ, fá sér kaffibolla og sjá annað fólk.

Það var fínasta stemning í mannskapnum í dag.vísir/daníel



Fleiri fréttir

Sjá meira


×