Handbolti

Þjálfari Spánverja: Verðum að stöðva Aron Pálmarsson

Henry Birgir Gunnarsson í Álaborg skrifar
Cadenas á hliðarlínunni í Álaborg.
Cadenas á hliðarlínunni í Álaborg. nordicphotos/afp
Montanes Cadenas, landsliðsþjálfari Spánar, segist bera mikla virðingu fyrir íslenska landsliðinu og býst við erfiðum leik í Álaborg í kvöld.

„Ísland er gríðarlega baráttuglatt lið. Þeir hafa trú á sjálfum sér og gefast aldrei upp. Ísland spilar góðan varnarleik og er mjög samstillt lið,“ sagði Cadenas.

Þjálfarinn segir að ef Spánverjar ætli sér sigur verði þeir að stöðva Aron Pálmarsson.

„Það má ekki láta hann skjóta óáreittan á markið því hann er með frábær skot. Við verðum að komast í hann og stoppa hann.“

Cadenas segir þetta vera lykilleik fyrir Spánverja ef liðið ætli sér að komast í undanúrslit keppninnar.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×