Handbolti

Króatar með fjögur stig inn í milliriðil

Óskar Ófeigur Jónsson skrifar
Mynd/AFP
Króatar unnu eins marks sigur á Svíum, 25-24, í úrslitaleik D-riðils á Evrópumótinu í handbolta í kvöld en þetta var í raun fyrsti leikur liðanna í milliriðli.

Lið Svíþjóðar og Króatíu höfðu bæði unnið örugga sigra í tveimur fyrstu leikjum sínum á mótinu á móti Hvíta-Rússlandi og Svartfjallalandi sem þýddi að bæði liðin voru örugg með tvö stig inn í milliriðilinn.

Króatar unnu leikinn 25-24 og fara því með fjögur stig inn í milliriðil tvö en Svíarnir byrja bara með tvö stig.

Svíar komust í 6-3 í upphafi leiksins en Króatar voru 10-9 yfir í hálfleik og með frumkvæðið það sem eftir lifði leiks. Svíar voru inn í leiknum allan tímann og voru nálægt því að fá eitthvað út úr leiknum í lokin.

Domagoj Duvnjak og Denis Buntić skoruðu báðir sex mörk fyrir Króatíu en Lukas Karlsson var markahæstur hjá Svíum með fimm mörk. Johan Sjöstrand, markvörður Svía, var kosinn besti leikmaður sænska liðsins í leiknum.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×