Lífið

Til hamingju með daginn Pepsi Max-fíklar!

Lilja Katrín Gunnarsdóttir skrifar
Greta drekkur Pepsi Max á hverjum degi.
Greta drekkur Pepsi Max á hverjum degi.
„Heima hjá mér er Pepsi Max kallað Pax og ég er Paxari því ég er forfallinn fíkill í Pepsi Max. Þetta eru bestu tíðindi dagsins,“ segir tónlistarkonan Greta Salóme Stefánsdóttir þegar blaðamaður tilkynnir henni að Matvælastofnun Evrópusambandsins hafi komist að þeirri niðurstöðu að aspartam sé ekki skaðlegt. Aspartam er sætuefni sem er til dæmis notað í ósykraða drykki á borð við Pepsi Max og Diet Coke. Liggur við að tíðindin breyti lífi Gretu til frambúðar.

„Þetta hefur virkileag mikla þýðingu fyrir mig. Ég skríð út á bensínstöð á náttfötunum ef Pax er ekki til heima - það skapast stríðsástand. Ég hef alltaf verið með smá samviskubit því þetta er ekki það hollasta. En ég drekki ekki kaffi og ég drekk ekki áfengi þannig að Pax er ekki það versta sem ég gæti látið ofan í mig,“ segir Greta. Hún segist aldrei fara í gegnum daginn án þess að drekka hálfan líter af Pepsi Max.

„Ég tek tímabil þar sem ég hætti en ég veit alltaf að ég byrja aftur,“ bætir Greta við og vill koma skilaboðum til allra Paxara landsins.

„Innilega til hamingju allir Pepsi Max-fíklar!“






Fleiri fréttir

Sjá meira


×