Lífið

Gerðu heilsurækt að lífsstíl

Marín Manda skrifar
Alfa R. Jóhannsdóttir
Alfa R. Jóhannsdóttir
„Við ákváðum að fara betur yfir námskeiðin í meistaramánuðinum og samræma þau og flokka betur. Við vildum gera þetta aðgengilegra fyrir viðskiptavininn en fólk vill hafa þetta svolítið sjónrænt og það er ástæðan fyrir því að við fórum þessa leið,“ segir Alfa R. Jóhannsdóttir, stöðvarstjóri og þjálfari í World Class í Mosfellsbæ.

Nú hefur World Class tekið upp myndbönd af öllum námskeiðum sem eru í boði og því geta viðskiptavinir farið inn á heimasíðuna worldclass.is, horft á námskeiðin og valið að sækja það námskeið sem hentar hverjum og einum. „Ég vil hvetja fólk til þess að skoða hvað er í boði og gera heilsurækt að lífsstíl en að því viljum við stuðla fyrst og fremst. Markmið mín fyrir meistaramánuð snúa öll að heimilinu þar sem ég er dugleg að hlúa að heilsunni dagsdaglega.“

Ráðgjöf Ölfu fyrir meistaramánuðinn

- Ég mæli með því að fólk nýti sér þá hvatningu sem felst í því að setja sér markmið.

- Skráið þau niður og deilið með þeim sem skipta máli (fjölskyldu og vinum).

- Hafið markmiðin raunhæf og umbunið ykkur fyrir þá áfanga sem nást á leiðinni að lokamarkmiðinu.

- Umfram allt að njótið þess að vera til og lifa lífinu lifandi.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×