Erlent

Göng frá Gaza fundust í Ísrael

Fanney Birna Jónsdóttir skrifar
Benjamin Netanyahu, mætti á ríkisstjórnarfund í Jerúsalem í gær.
Benjamin Netanyahu, mætti á ríkisstjórnarfund í Jerúsalem í gær. Mynd/Fréttablaðið/AP
Ísraelski herinn hefur fundið jarðgöng sem grafin voru frá Gasa-svæðinu yfir til Ísrael. Herinn telur uppreisnarhópa hafa ætlað sér að nota göngin í þeim tilgangi að ráðast á eða ræna ísraelskum borgurum.

Herinn stöðvaði í hefndarskyni allan flutning á byggingarefnum yfir til Palestínu. Einn talsmanna Hamas-samtakanna á Gasa-svæðinu, Abu Obeida, sagði á Twitter að þúsundir jarðganga til viðbótar yrðu grafin í staðinn.

Göngin eru að sögn hersins 2,5 kílómetrar að lengd og virðast hafa verið grafin nýlega og verið í notkun þar til þau voru uppgötvuð í síðustu viku. Op ganganna fannst nálægt samyrkjubúi við landamærin og grunar herinn að Hamas-samtökin hafi ætlað sér að ráðast á leikskóla í samyrkjubúinu.



Benjamin Netanyahu, forsætisráðherra Ísraels, fagnaði uppgötvuninni og sagði öryggisstefnu Ísraels við Gasa-svæðið hafa leitt til „hljóðlátasta árs Gasa-svæðisins í meira en áratug.“




Fleiri fréttir

Sjá meira


×