Tónlist

Samdi lag um Selenu

Justin Bieber sendi frá sér nýtt lag í gær. Lagið fjallar um ástarsorg.
Justin Bieber sendi frá sér nýtt lag í gær. Lagið fjallar um ástarsorg. Nordicphotos/getty
Justin Bieber sendi frá sér nýtt lag í gær og er titill þess Heartbreaker. Söngvarinn segist hafa samið lagið er hann var í ástarsorg.

„Þetta er lag fyrir þá sem eru að ganga í gegnum ástarsorg, eins og ég gerði á þeim tíma sem lagið var samið. Það er mér mikils virði að geta deilt tilfinningum mínum með aðdáendum mínum. Ég er mjög stoltur af þessu lagi og ég vona að aðdáendur mínir kynnist mér betur við að hlusta á það,“ sagði Bieber um tilurð lagsins.

Fjölmiðlar í Bandaríkjunum halda því fram að lagið sé samið um söng- og leikkonuna Selenu Gomez en Bieber og Gomez hættu saman í nóvember í fyrra eftir tveggja ára samband. Parið endurnýjaði sambandið sama mánuð en hætti aftur saman í janúar á þessu ári.

Í textanum við Heartbreaker segir meðal annars: „Ég get ekki borðað, ég get ekki sofið, ég vil ekki svara símanum. Ég get ekki talað, ég get ekki andað,“ og því ljóst að söngvaranum unga hefur liðið bölvanlega í kjölfar sambandsslitanna við Gomez.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×