Lífið

Mark Wahlberg gefur góð ráð

Mark Wahlberg segir Justin Bieber að passa sig.
Mark Wahlberg segir Justin Bieber að passa sig. Nordicphotos/getty
Leikarinn Mark Wahlberg vandaði Justin Bieber ekki kveðjurnar í viðtali við tímaritið Sun. Hann segir söngvarann þurfa að hysja upp um sig buxurnar og gera móður sína stolta.

„Justin, ertu að hlusta? Ekki haga þér illa. Vertu góður strákur, hysjaðu upp um þig buxurnar og hættu að neyta eiturlyfja,“ sagði leikarinn. „Ég sat inni áður en fyrsta platan mín kom út, ég veit ekki til þess að Justin hafi setið inni. Söngferill hans gæti orðið stuttlífur, maður ætti að vera sá allra besti á meðan maður getur,“ sagði hann jafnframt.

Wahlberg hlaut fyrst frægð, þrettán ára gamall, sem meðlimur hljómsveitarinnar New Kids on the Block. Hann hætti þó fljótlega í sveitinni og stofnaði eigin rappsveit, Marky Mark and the Funky Bunch árið 1991.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×