Innlent

Ábendingar um Friðrik hafa engu skilað

Stígur Helgason skrifar
Friðrik Kristjánsson
Friðrik Kristjánsson

LögreglumálLögregla leitar enn að Friðriki Kristjánssyni, sem talinn er hafa horfið í Suður-Ameríku fyrr á árinu. Ekkert hefur spurst til Friðriks síðan í apríl.



Lögregla lýsti formlega eftir ábendingum um ferðir Friðriks fyrir fjórum vikum. Friðrik Smári Björgvinsson yfirlögregluþjónn segir að nokkrar ábendingar hafi borist. „Það hefur eitthvað komið en ekki leitt til neins,“ segir hann.



Fram hefur komið í fjölmiðlum að lögreglu hefðu borist óstaðfestar upplýsingar um að Friðriki hefði verið ráðinn bani á ferðalagi sínu um Suður-Ameríku.



Upphaflega lét lögregla grennslast fyrir um Friðrik í Paragvæ. Íslensk yfirvöld eru enn í samstarfi við erlenda lögreglu vegna málsins, að sögn Friðriks Smára, aðallega þá brasilísku.



Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


×