Lífið

Miley ráðleggur Bieber

Miley Cyrus gefur Justin Bieber nokkur góð ráð.
Miley Cyrus gefur Justin Bieber nokkur góð ráð. Nordicphotos/getty
Söngkonan Miley Cyrus gaf kollega sínum og vini, söngvaranum Justin Bieber, nokkur góð ráð um hvernig hann geti tekist á við frægðina. Cyrus á að hafa stungið upp á því að Bieber tæki sér svolítið frí frá sviðsljósinu.

„Þegar þú ert fjarri sviðsljósinu vill fólk tónlistina þína. En um leið og tónlistin er komin út þá vill fólk bara tala illa um þig. Þegar þú ert heimsfrægur sjá allir allt og ég hef sagt Justin að taka því bara rólega og ekki ræða þessi mál, því það er bara olía á eldinn. Hann er samt vitlaus, en allir gera heimskulega hluti þegar þeim líður ekki vel,“ sagði Cyrus.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×