Skoðun

Heimilin alltaf í forgang

Orð formanns Framsóknarflokksins um að staða og horfur í ríkisfjármálum væru verri en áður var talið féllu í grýttan jarðveg. Fráfarandi ráðherrar og stuðningsmenn fóru beint í skotgrafirnar og töluðu um að verið væri að svíkja gefin loforð framsóknarmanna.

Allir sem einn hunsuðu orð Sigmundar Davíðs um að þessar horfur í ríkisfjármálum gerðu það enn brýnna að fara leið okkar framsóknarmanna um skuldaleiðréttingu og aukna verðmætasköpun í atvinnulífinu. Aðeins þannig gætum við komið íslensku efnahagslífi af stað. Af hverju heimilin? Í huga okkar framsóknarmanna eru heimilin gangverk efnahagslífsins. Ef heimilin eru að drukkna í skuldum, kaupa þau ekki vörur og þjónustu.

Fyrirtæki hækka þá ekki laun starfsmanna, ráða ekki nýtt fólk og fara ekki í nýjar fjárfestingar. Tekjur ríkissjóðs standa þá í stað eða dragast saman. Þetta er ást æða þess að hagvaxtarspár ganga ekki eftir, þetta er ástæða þess að fjárfestingar hafa verið í sögulegu lágmarki. Þetta er ástæða þess að tekjur ríkissjóðs eru minni en áætlað var. Á sama tíma er umtalsverður þrýstingur á aukin útgjöld sem skýrist meðal annars af ýmsum loforðum fráfarandi stjórnvalda. Þar má nefna jafnlaunaátakið, fríar tannlækningar barna, niðurfellingu lánsveða, að lánum hjá LÍN verði breytt að hluta í styrki, nýtt frumvarp um almannatryggingar o.s.frv. Allt verðug verkefni, en fyrst þarf að afla áður en eytt er.

Rétt forgangsröðun Með réttri forgangsröðun getum við snúið ríkisfjármálunum til betri vegar. Við þurfum öll að taka höndum saman í baráttunni við kröfuhafana.

Ef ekki er vilji til að semja þarf að nota öll tiltæk ráð til að þrýsta á samninga, þar á meðal skattlagningarvald Alþingis gagnvart búum í skiptum. Afnema þarf verðtryggingu neytendalána. Skattkerfið þarf að einfalda og tryggja að það skapi jákvæða hvata til atvinnusköpunar.

Eitt fyrsta skref til þess væri lækkun tryggingagjalds sem leggst hvað þyngst á lítil og meðalstór fyrirtæki með háan launakostnað. Til lengri tíma litið þarf svo að endurskoða helstu tekjuöflunarkerfi ríkisins, virðisauka- og tekjuskattinn auk þess að bæta skattaframkvæmd almennt. Okkur öllum til hagsbóta.




Skoðun

Skoðun

Saman gegn ríkisofbeldi

Vilhjálmur Yngvi Hjálmarsson,Örlygur Steinar Arnaldsson,Sigurhjörtur Pálmason,Simon Valentin Hirt,Kristbjörg Arna E. Þorvaldsdóttir,Ari Logn,Margrét Rut Eddudóttir skrifar

Sjá meira


×