Skoðun

Orrustan um Ísland

Ólína Þorvarðardóttir skrifar

Kosningarnar fram undan eru orrustan um Ísland: Baráttan um auðlindirnar. Baráttan um manngildið. Baráttan um leikreglur samfélagsins og sjálfan grundvöll þess. Á síðustu fjórum árum hafa jafnaðarmenn á Íslandi náð að jafna lífskjör í landinu, við nánast óvinnandi skilyrði, samhliða miklu hreinsunarstarfi eftir frjálshyggjupartíið sem stóð í 18 ár á undan.



Við breyttum skattkerfinu – og já, við hækkuðum skatta á þá hæstlaunuðu, en um leið hlífðum við láglaunahópunum og vörðum millitekjuhópinn. Við jukum stuðning við ungar barnafjölskyldur, hækkuðum barnabætur, hækkuðum húsaleigubætur og drógum úr skerðingum. Við stórhækkuðum vaxtabætur og greiddum samtals hundrað milljarða í þær og barnabætur á kjörtímabilinu – meira en nokkur önnur ríkisstjórn hefur nokkru sinni komist nálægt að gera. Kaupmáttur lægstu launa er hærri nú en hann var í góðærinu. Skattbyrðin er lægri. Ójöfnuður ráðstöfunartekna í landinu er nú helmingi minni en árið 2007 þegar hann varð mestur.



Okkur tókst það sem engri annarri þjóð hefur tekist, sem hefur lent í kreppu. Við vörðum kjör hinna lægst launuðu. Samhliða því að ná halla ríkissjóðs úr 230 milljörðum í 3,6 milljarða á fjórum árum, tókst okkur að verja velferðarkerfið. Það kallaði Göran Person „íslenska kraftaverkið“.



Samfylkingin býður ábyrga stefnu um stöðugleika í efnahagslífinu, heilbrigðar leikreglur, heiðarleika og gagnsæi – og hún fylgir þeirri stefnu.



Fólk og fyrirtæki í þessu landi eiga það skilið.



Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Skoðun

Skoðun

Saman gegn ríkisofbeldi

Vilhjálmur Yngvi Hjálmarsson,Örlygur Steinar Arnaldsson,Sigurhjörtur Pálmason,Simon Valentin Hirt,Kristbjörg Arna E. Þorvaldsdóttir,Ari Logn,Margrét Rut Eddudóttir skrifar

Sjá meira


×