Sport

Aníta fékk þrjú gull

Aníta fór á kostum í laugardalshöllinni um helgina.
fréttablaðið/vilhelm
Aníta fór á kostum í laugardalshöllinni um helgina. fréttablaðið/vilhelm
ÍR-ingurinn Aníta Hinriksdóttir stal senunni á Meistaramóti Íslands sem fram fór í Laugardalshöll um helgina.

Aníta vann til þriggja gullverðlauna á mótinu. Hún vann 400 og 800 metra hlaupin og einnig var hún í 4x400 metra boðhlaupssveit ÍR sem vann gull og setti Íslandsmet í leiðinni.

Aníta náði þess utan EM-lágmarki í 400 metra hlaupinu og er því búin að ná EM-lágmarki í bæði 400 og 800 metra hlaupi.

Hafdís Sigurðardóttir úr UFA vann til tveggja gullverðlauna en hún vann langstökkskeppnina á laugardegi og tryggði sér svo sigur í 200 metra hlaupi í gær.

ÍR vann stigakeppni bæði karla og kvenna. FH varð í öðru sæti og UFA því þriðja.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×