Sport

Íshokkístelpur geta líka slegist | Myndband

Það er algeng sjón í NHL-deildinni í íshokkí að menn sláist. Það gerist nánast í hverjum einasta leik og er hluti af skemmtuninni.

Stelpurnar í hokkíinu gefa strákunum ekkert eftir í þessum efnum eins og sást í landsleik á milli Bandaríkjanna og Kanada.

Þetta er í þriðja skiptið á tveimur árum sem sýður upp úr í leik þessara landsliða. Það er enginn vinskapur þarna á milli.

"Við vorum að verja félaga okkar. Við gerðum það sem þurfti að gera. Það er alltaf heitt í kolunum er við spilum við Kanada og þannig verður það áfram," sagði Jocelyne Lamoureux en hún tók þátt í slagsmálunum ásamt systir sinni í liðinu.

Bandaríkin unnu leikinn, 4-1, en liðin mætast aftur þann 28. desember.

Hægt er að sjá slagsmálin hér að neðan.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×