Handbolti

Aron búinn að velja 28 manna EM-hóp

Aron Kristjánsson landsliðsþjálfari.
Aron Kristjánsson landsliðsþjálfari.
Aron Kristjánsson, landsliðsþjálfari karla í handknattleik, tilkynnti í dag hvaða 28 leikmenn eiga möguleika á því að komast í EM-hópinn í janúar.

Þetta er hópurinn sem Aron hefur úr að velja allt mótið en hann fer aðeins með sextán menn til Danmerkur að öllum líkindum.

Þessir drengir munu þó berjast um farseðilinn á næstunni. Aðeins tveir leikmenn úr Olís-deildinni eru í hópnum. Þarna má svo sjá nöfn eins og Gunnar Stein Jónsson og Hreiðar Levý Guðmundsson.

Evrópumótið hefst þann 12. janúar og er Ísland í riðli með Noregi, Spáni og Ungverjalandi.

Hópurinn:

Markverðir:

Aron Rafn Eðvarðsson, Guif

Björgvin Páll Gústavsson, Bergischer

Daníel Freyr Andrésson, FH

Hreiðar Levý Guðmundsson, Nötteroy

Aðrir leikmenn:

Ásgeir Örn Hallgrímsson, PSG

Árni Steinn Steinþórsson, Haukar

Atli Ævar Ingólfsson, Nordsjælland

Aron Pálmarsson, Kiel

Alexander Petersson, Rhein-Neckar Löwen

Ernir Hrafn Arnarson, Emsdetten

Arnór Atlason, St. Raphael

Bjarki Már Gunnarsson, Aue

Guðjón Valur Sigurðsson, Kiel

Bjarki Már Elísson, Eisenach

Snorri Steinn Guðjónsson, GOG

Ólafur Andrés Guðmundsson, Kristianstad

Ólafur Bjarki Ragnarsson, Emsdetten

Róbert Gunnarsson, PSG

Arnór Þór Gunnarsson, Bergischer

Ólafur Gústafsson, Flensburg

Guðmundur Árni Ólafsson, Mors-Thy

Gunnar Steinn Jónsson, Nantes

Sverre Jakobsson, Grosswallstadt

Stefán Rafn Sigurmannsson, Rhein-Neckar Löwen

Rúnar Kárason, Hannover-Burgdorf

Kári Kristján Kristjánsson, Bjerringbro-Silkeborg

Vignir Svavarsson, Minden

Þórir Ólafsson, Kielce




Fleiri fréttir

Sjá meira


×