Innlent

Meiri spilling mælist á Íslandi

Haukur Viðar Alfreðsson skrifar
Athygli vekur að Ísland er spilltasta land Norðurlandanna samkvæmt könnuninni.
Athygli vekur að Ísland er spilltasta land Norðurlandanna samkvæmt könnuninni.

Ísland er í 12. sæti á lista Transparency International yfir þær þjóðir þar sem minnst spilling ríkir í stjórnsýslunni. Það mælist með 78 stig af hundrað og er það lækkun um fjögur stig frá því í fyrra.

Á toppi listans eru Danmörk og Nýja Sjáland, bæði með 91 stig. Það eru svo Finnland og Svíþjóð sem deila 3. til 4. sætinu með 89 stig.

Á botni listans með átta stig eru Afganistan, Norður Kórea og Sómalía, en athygli vekur að Ísland er spilltasta land Norðurlandanna samkvæmt könnuninni.

Hér fyrir neðan má sjá gagnvirkt kort frá Transparency International yfir spillinguna.Fleiri fréttir

Sjá meira