Innlent

Faðir brotaþola: Árásin hafði mikil áhrif á soninn

Fanney Birna Jónsdóttir og Haukur Viðar Alfreðsson skrifar
Aðalmeðferð Stokkseyrarmálsins hófst í Héraðsdómi Reykjavíkur í morgun.
Aðalmeðferð Stokkseyrarmálsins hófst í Héraðsdómi Reykjavíkur í morgun. mynd/gva
Vitnaleiðslur eru hafnar í Stokkseyrarmálinu en aðalmeðferð þess fer fram í Héraðsdómi Reykjavíkur í dag og á morgun. Faðir annars fórnarlambsins segir atvikið hafa haft mikil áhrif á son sinn, andlega og líkamlega.

Ákæra ríkissaksóknara gegn þeim Stefáni Loga Sívarssyni, Stefáni Blackburn, Davíð Frey Magnússyni, Hinrik Geir Helgasyni og Gísla Þór Gunnarssyni er í mörgum liðum, en meðal ákæruliða eru frelsissviptingar og sérstaklega hættulegar líkamsárásir. Allir ákærðu voru viðstaddir þegar faðirinn bar vitni nema Davíð.

Þá var tekin símaskýrsla af Mariu Jensen, réttarrannsakanda frá Svíþjóð, en hún bar vitni um lífsýnarannsóknir sem framkvæmdar voru í málinu. Maria starfar í Statens kriminaltekniska laboratorium í Lynköping. Skýrslan var tekin á sænsku og dómtúlkur þýddi yfir á íslensku.

Undir Maria voru bornar rannsóknir sem unnar voru af henni og þeim í tengslum við málið. Verjandi Stefáns Loga spurði hvort mögulegt gæti verið að umrædd lífsýni væru blóð úr föður hans eða bróður.

Maria sagði líkurnar á því að blóðið væri úr bróðurnum  1:200 þúsund, og enn minni en það á að það sé úr föðurnum.


Tengdar fréttir



Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


×