Innlent

Óljós fjármögnun

Guðmundur Steingrímsson, formaður Bjartrar framtíðar.
Guðmundur Steingrímsson, formaður Bjartrar framtíðar.
Guðmundur Steingrímsson, formaður Bjartar framtíðar, segir óljóst hvernig ríkisstjórnin hyggst fjármagna skuldaðgerðirnar.

„Það fyrsta sem blasir við er að fjármögnunin er mjög óljós og að sjálfsögðu er þetta allt tekið í gegnum ríkissjóð. Ef það koma tekjur inn í ríkissjóð þarf að ræða hvernig þeim tekjum er best varið í þágu heimilanna. Það er óútfært. Það var sagt á sínum tíma að þetta muni ekki snerta ríkissjóð en miðað við kynninguna þá kemur þetta við ríkissjóð,“ segir Guðmundur. „Það er fjársvelti út um allt samfélag. Ég spyr er þetta skynsamlegasta leiðin til að verja þessum peningum? Þetta þarf að ræða.“

Guðmundi líst ágætlega á þá hugmynd að fólk geti notað séreignasparnað til að greiða niður fasteignalán. „Við höfum ljáð máls á því að fólki verði leyft að nota séreignasparnað til að greiða niður húsnæðislán,“ segir Guðmundur.

Guðmundur segir að margt í tillögum ríkisstjórnarinnar hljómi kunnuglega. „Aðgerðirnar eru í sjálfu sér kunnuglegar en það hefur alltaf verið spurning hvernig á að fjármagna þær,“ segir Guðmundur.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×