Sport

Fimleikalandsliðið keppir á Norður-Írlandi

Á meðfylgjandi mynd má sjá landsliðið, efri röð frá vinstri, Hróbjartur Pálmar, Sigurður Andrés, Pálmi Rafn, Bjarki og Jón Sigurður. Neðri röð frá vinstri, Guðrún, Andrea Ingibjörg, Agnes, Thelma Rut og Sigríður Hrönn.
Á meðfylgjandi mynd má sjá landsliðið, efri röð frá vinstri, Hróbjartur Pálmar, Sigurður Andrés, Pálmi Rafn, Bjarki og Jón Sigurður. Neðri röð frá vinstri, Guðrún, Andrea Ingibjörg, Agnes, Thelma Rut og Sigríður Hrönn. mynd/fsí
Landslið Íslands í áhaldafimleikum hélt af stað í morgun áleiðis til Lisborn á Norður-Írlandi þar sem Norður-Evrópumótið í áhaldafimleikum fer fram helgina.

Á föstudaginn verða æfingar hjá hópnum. Liðakeppni og keppni í fjölþraut fer fram á laugardaginn en úrslit á einstökum áhöldum fara fram á sunnudaginn.

Landsliðinu okkar hefur gengið vel á þessu móti og unnust tvö silfurverðlaun í fyrra.  

Landslið Íslands skipa;

Agnes Suto - Gerpla

Andrea Ingibjörg Orradóttir – Gerpla

Bjarki Ásgeirsson – Ármann

Guðrún Georgsdóttir – Stjarnan

Hróbjartur Pálmar Hilmarsson – Gerpla

Jón Sigurður Gunnarsson – Ármann

Pálmi Rafn Steindórsson – Gerpla

Sigríður Hrönn Bergþórsdóttir – Gerpla

Sigurður Andrés Sigurðarson – Ármann

Thelma Rut Hermannsdóttir – Gerpla 

Með eru einnig þjálfararnir Björn M. Tómasson, Guðmundur Þór Brynjólfsson og Sandra Dögg Árnadóttir. Einnig verða með í för dómararnir Andri Vilberg Orrason, Auður Ólafsdóttir, Sigurður H. Pétursson og Sandra Matthíasdóttir.  Fararstjóri er Íris Svavarsdóttir




Fleiri fréttir

Sjá meira


×