Sport

Þrír Íslendingar komust í úrslit

Íslenski landsliðshópurinn í dag.
Íslenski landsliðshópurinn í dag. mynd/fsí
Íslenska fimleikalandsliðið keppir um helgina á Norður-Evrópumótinu í áhaldafimleikum sem fram fer á Írlandi. Ellefu þjóðir taka þátt.

Í dag var keppt í liðakeppni og fjölþraut. Þegar keppni lauk endaði karlaliðið í 8. sæti og kvennaliðið í 7. sæti.  

Bestum árangri karla í fjölþraut náði Sigurður Andrés Sigurðsson er hann lenti í 20. sæti. Í kvennaflokki náði Agnes Suto bestum árangri okkar keppanda í fjölþraut þegar hún endaði í 13.sæti.

Eftir keppni í fjölþraut, lá ljóst fyrir hvaða átta einstaklingar myndu keppa í úrslitum á einstökum áhöldum en keppni í úrslitum á einstökum áhöldum fer fram á morgun.

Ísland mun eiga þrjá fulltrúa þar, Agnes Suto vann sér sæti í úrslitum á stökki og tvíslá, Sigríður Hrönn Bergþórsdóttir keppir á gólfi og Jón Sigurður Gunnarsson keppir á stökki.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×