Lífið

Bieber biðst afsökunar

AFP/NordicPhotos
Justin Bieber hefur beðist afsökunar opinberlega og vonar að Argentína geti fyrirgefið honum. Nú þykir líklegt að uppátæki poppstjörnunnar ungu muni verða til þess að hann þurfi að biðjast vægðar fyrir framan dómara.

Justin Bieber stendur frammi fyrir tveimur ákærum eftir tónleikaferðalagið til Argentínu, auk þess að hafa lent í veseni fyrir að leggja stund á veggjakrot í Brasilíu og Kólumbíu.

Einn lögfræðingur sakar Bieber um að hafa sent lífverði sína til þess að ráðast að ljósmyndara fyrir utan skemmtistað í Buenos Aires. Annar sakar hann um að  hafa svívirt þjóðfánann með því að draga tvo argentínska fána eftir sviði.

Ef að málið fer fyrir rétt og Bieber yrði fundinn sekur, myndi það þýða allt að fjögur ár í fangelsi.

Bieber fór á Twitter í dag og baðst afsökunar. Hann sagði meðal annars að hann myndi aldrei gera neitt vísvitandi til þess að vanvirða Argentínu.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×