Lífið

Buffaður Bieber

Justin Bieber hefur tekið vel á því að undanförnu.
Justin Bieber hefur tekið vel á því að undanförnu. NORDICPHOTOS/GETTY
Söngvarinn og sjarmörinn Justin Bieber, hefur tekið vel á því í ræktinni undanfarið. Þessi nítján ára gamli piltur, sýndi heiminum árangurinn á mynd, sem hann birti á netinu í vikunni. Á myndinni sést mjög vel hversu duglegur hann hefur verið að æfa og koma flottir vöðvar í ljós.

Æstir aðdáendur Biebers voru fljótir að leggja inn athugasemdir í athugasemdarkerfi Instagram, þar sem myndin birtist.

Samkvæmt Daily Mail mun Bieber hafa ákveðið að taka sig í ræktinni, til þess að verða stærri, sterkari og kynþokkafyllri fyrir kvenþjóðina.

Nýjasta lag Biebers, sem ber nafnið Heartbreaker, hefur farið í toppsæti vinsældarlista út um allan heim, enda drengurinn mjög vinsæll víðsvegar.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×