Fótbolti

Sungið og trommað í Ósló | Myndband

Kolbeinn Tumi Daðason í Ósló skrifar
„Ha, hver var að segja að það væri engin stemmning?“ voru viðbrögð grjótharðra stuðningsmanna íslenska karlalandsliðsins í knattspyrnu sem hita nú upp í Ósló.

Fjórar rútur með íslenska stuðningsmenn innanborðs renndu í hlað á Horgans kránni í miðbænum. Stuðningsmenn voru mun afslappaðri en blaðamaður hafði reiknað með og virtist stemmningin lítil.

Sem betur fer voru nokkrir forsöngvarar tilbúnir að hjálpa Íslendingunum að hrista úr sér sviðsskrekkinn sem stundum virðist hrjá landann fram yfir fjórða bjór.

Þeir Joey Drummer og Friðgeir Bergsteinsson úr Tólfunni ræddu við blaðamann og í kjölfarið byrjaði ballið. Það skal tekið fram að enn voru fjórir tímar í að leikur hæfist þegar myndbandið var tekið.

Leikurinn í kvöld verður í beinni textalýsingu á Vísi. Gummi Ben mun lýsa leiknum beint á Bylgjunni og verður hægt að hlusta á lýsinguna inn í textalýsingarfrétt Vísis. Textalýsing, tölfræði og Gummi Ben. Allt á sama stað í kvöld á Vísi.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×