Sport

Washington vill halda Ólympíuleikana

Það stefnir í harða baráttu um Ólympíuleikana árið 2024 en nú er greint frá því að höfuðborg Bandaríkjanna, Washington, vilji halda leikana.

Borgaryfirvöld í Washington reyndu að fá leikana árið 2012 en höfðu ekki erindi sem erfiði þá.

Aðeins ein borg í Bandaríkjunum fær að senda inn umsókn í hverja leika.

Aðrar bandarískar borgir sem eru sagðar hafa áhuga á að halda leikana árið 2024 eru Los Angeles, San Francisco, Kansas City, Seattle, Minneapolis, Boston, New York, Philadelphia og Atlanta.

Ef Washington fengi leikana yrði ekki bara keppt þar heldur líka í nágrannabæjum og í Baltimore.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×