Lífið

Erfitt að sleppa takinu af Justin Bieber

Pattie Mallette er móðir poppprinsins Justins Bieber. Hann varð átján ára í fyrra og því orðinn fullorðinn maður. Pattie segir það erfitt að sleppa takinu af stráknum sínum.

“Þegar börnin manns ná vissum aldri breytast uppeldisaðferðir manns og það er erfitt að sleppa takinu. Hans líf var mitt líf og nú hef ég þurft að gefa honum lausan taum og leyfa honum að vera sjálfstæður. Það er erfitt að geta ekki stjórnað öllu sem barnið manns gerir,” segir Pattie. Hún segir erfitt að svara spurningum um hegðun Justins undanfarið en hún reynir að fylgjast vel með öllu sem hann gerir.

Náin.
“Allir foreldrar hafa áhyggjur. Ég sendi honum skilaboð og hringi í hann á hverjum degi. Ég vil vita allt sem hann gerir og allt sem hann er að ganga í gegnum þannig að ég reyni að tala eins mikið við hann og hann leyfir.”

Mömmustrákur.
Dragðu Tarotspil dagsins hér.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×