Erlent

Háskólaumsókn Breiviks synjað

Haukur Viðar Alfreðsson skrifar
Breivik hefur stundað nám í fangelsinu en uppfyllir ekki kröfur til háskólanáms.
Breivik hefur stundað nám í fangelsinu en uppfyllir ekki kröfur til háskólanáms. mynd/afp
Norski fjöldamorðinginn Anders Breivik uppfyllir ekki skilyrði til náms í stjórnmálafræði og því hefur umsókn hans um skólavist við stjórnmálafræðideild háskólans í Osló verið synjað.

Yfirmaður stjórnmálafræðideildarinnar segir í samtali við AFP að umsókn hans hafi verið tekin til skoðunar en niðurstaðan sé sú að Breivik uppfylli ekki skilyrðin, en hann hefur ekki lokið námi á framhaldsskólastigi. Hann hefur stundað nám í fangelsinu til þess að standast kröfur um háskólanám og að sögn lögfræðings hans mun hann halda því áfram.

Umsókn Breiviks hefur verið umdeild og sögðu nokkrir starfsmenn skólans í samtali við norsku sjónvarpsstöðina TV2 að þeir væru mótfallnir því að skólinn samþykkti umsókn Breiviks, en hann afplánar 21 árs fangelsisdóm fyrir að drepa 77 manns á eyjunni Útey árið 2011.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×