Innlent

Stefán Logi áfram í gæsluvarðhaldi

Stefán Logi var handtekinn í Miðhúsaskógi á föstudaginn var.
Stefán Logi var handtekinn í Miðhúsaskógi á föstudaginn var.
Hæstiréttur staðfesti í dag tveggja vikna gæsluvarðhaldsúrskurð yfir Stefáni Loga Sívarssyni og tveimur öðrum sem eru grunaðir um aðild að minnst þremur alvarlegum líkamsárásarmálum.

Hæstiréttur hafði áður staðfest gæsluvarðhaldsúrskurð yfir einum manni. Sá fimmti sem situr í gæsluvarðhaldi kærði ekki til lögreglunnar. Fallist var á ósk lögreglu um að fresta birtingu úrskurðarins vegna rannsóknarhagsmuna.

Sérsveit lögreglu handtók Stefán í Miðhúsaskógi í Biskupstungum á föstdagskvöldið. Fréttablaðið greindi frá því í síðustu viku að lögregla hefði Stefán Loga grunaðan um að hafa, í félagi við aðra, svipt mann frelsi sínu í höfuðborginni fyrir nokkrum dögum og pyntað hann í borginni áður en ekið var með hann á Stokkseyri og honum misþyrmt í íbúðarhúsi þar.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×