Lífið

Bieber kominn með nýtt húðflúr

Poppprinsinn Justin Bieber er búinn að fá sér enn eitt húðflúrið sem þýðir að hann er með alls sextán flúr á líkamanum.

Justin frumsýndi nýja flúrið á Instagram í gær og er það ansi sérstakt. Söngvarinn lét nefnilega flúra augað á móður sinni, Pattie Mallette, á vinstri handlegg sinn.

Sextánda flúrið.
“Mamma er alltaf að fylgjast með,” skrifaði hann við myndina en það var húðflúrmeistarinn Keith “Bang Bang” McCurdy sem sá um að tattúvera goðið. Hann hefur flúrað stjörnur á borð við Rihönnu, Katy Perry, Chris Brown og Cöru Delevingne.

Justin er mikill mömmustrákur.
Dragðu Tarotspil dagsins hér.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×