Innlent

Hraðfiskibátur brann á miðunum

Gissur Sigurðsson skrifar
Báturinn, sem var úr trefjaplasti, brann stafna á milli þar til hann sökk. Ekki er vitað um eldsupptök.
Báturinn, sem var úr trefjaplasti, brann stafna á milli þar til hann sökk. Ekki er vitað um eldsupptök.
Sjómaður, sem var einn um borð í hraðfiskibáti sínum, slapp ómeiddur, þegar eldur gaus skyndilega upp í vélarrúminu, þegar bátuirnn var staddur um tvær sjómílur norðaustur af Garðskaga um klukkan fimm í morgun.

Þar sem gaskútur var um borð, ákvað bátsverjinn að koma sér frá borði vegna sprengihættu. Hann fór í flotgalla og blés út björgunarbát, kom sér frá bátnum og hringdi þaðan í Stjórnstöð Gæslunnar til að tilkynna um málið. Nálægir bátar komu að og var sjómaðurinn tekinn um borð í einn þeirra og fluttur í land,  en báturinn, sem var úr trefjaplasti, brann stafna á milli þar til hann sökk. Ekki er vitað um eldsupptök.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×